1. Veldu Stillingar/Dagatal. Þar finnur þú valmyndina Tengja persónulegt dagatal. Þar getur þú tengt við Google dagatalið.

Þegar þú velur Tengja Google dagatal færðu upp glugga frá Google þar sem þú velur þann Google reikning sem þú vilt tengja við Köru dagatalið þitt.

Þegar þú hefur valið þann reikning sem þú vilt tengja við Köru dagatalið merkir þú við Allow þegar myndin hér að neðan birtist á skjánum.

Þegar þú hefur valið Allow þá munu eftirfarandi upplýsingar birtast í Köru:

Nú er Köru dagatalið þitt tengt við Google dagatalið þitt. Allir tímar þínir í Köru dagatalinu munu birtast í Google dagatalinu þínu. Tímarnir munu birtast eins og á myndinni hér að neðan.

ATH: Engar persónugreinanlegar upplýsingar um tímann eru sendar yfir til Google. Til að sjá nánari upplýsingar um tímann þinn þarftu að skrá þig inn í Köru.

Did this answer your question?