Mikilvægt er að þú sem sérfræðingur gangir úr skugga um að eftirfarandi aðgerðir séu framkvæmdar til þess að þú getir bætt við umboðsaðila fyrir skjólstæðing þinn.

Sérfræðingur byrjar á því að senda drög að umboði á forráðamann. Sjá eyðublað hér.

Aðgerðir Forráðsmanns:

  1. Samþykkja boð um þjónustu frá sérfræðingi fyrir hönd skjólstæðings sem ekki er með rafræn skiríki tengd sinni kennitölu (t.d. barn).

  2. Veita umboð til skóla eða viðeigandi umboðsaðila sem eiga að geta skráð sig inn fyrir hönd einstaklingsins sem um ræðir. Sjá eyðublað hér.

  3. Koma umboðsskjalinu til sérfræðings (hægt að senda á netfang sérfræðings eða koma með útprentað til hans).

Sérfræðingur skráir umboðsaðila inn í Köru (sbr. 3. skref í leiðbeiningum hér) og í kjölfarið geta viðkomandi umboðsaðilar skráð sig inn fyrir hönd einstaklingsins sem ekki er með rafræn skilríki.

Aðgerðir tengdar Umboðsaðila:

  1. Umboðsaðili fær tilkynningu í tölvupósti þegar sérfræðingur hefur bætt honum við sem umboðsaðila í Köru.

  2. Umboðsaðili getur í framhaldinu skráð sig inn í Köru Connect fyrir hönd einstaklings sem ekki er með rafræn skilríki tengd sinni kennitölu.

Did this answer your question?