Hér að neðan eru leiðbeiningar fyrir notkun á umboðskerfi.

Aðgerðir sérfræðings:

  1. Ef skjólstæðingur er að koma í þjónustu í fyrsta sinn byrjar þú á að bjóða skjólstæðingi inn í Köru með því að velja Bjóða undir Skjólstæðingar síðunni. Ef skjólstæðingur er nú þegar í þjónustu hjá þér, farðu beint í skref 2.
    ATH. Settu inn nafn skjólstæðings og kennitölu forráðamanns.

2. Forráðamaður þarf að veita umboð til umboðsaðila. Smelltu hér til þess að sjá leiðbeiningar fyrir forráðamann. Þar er farið yfir aðgerðir sem forráðamaður þarf að framkvæma til að veita umboð og koma því umboði til þín.

3. Bæta umboðsaðila við í Köru

Veldu +Bæta við hjá Umboðsaðilar sem er staðsett neðst vinstra megin undir Skjólstæðingssíðu hjá þeim skjólstæðingi sem um ræðir.

Þá kemur upp eftirfarandi gluggi. Settu inn þær upplýsingar sem beðið er um.

Þegar kemur að því að þjónusta skjólstæðing sem ekki er sjálfur með rafræn skilríki, þá skráir umboðsaðili sig einfaldlega inn á sínum rafrænu skilríkjum.

Athugið að hægt er að setja inn fleiri en einn umboðsaðila fyrir hvern skjólstæðing sé þess þörf.

Did this answer your question?